Fornilundur

Fornilundur

Fornilundur á sér langa og merka sögu. Bærinn Hvammur stóð áður í Fornalundi þar sem Jón Dungal bjó. Um miðbik aldarinnar lagði hann grunninn að trjálundinum sem BM Vallá hefur breytt í lystigarð að evrópskri fyrirmynd. Þar getur þú fengið margar góðar hugmyndir til að fegra með garðinn þinn og auka notagildi hans. Í Fornalundi sérðu fjölmargar spennandi lausnir og útfærslur sem þú getur lagað að garðinum þínum á auðveldan hátt.

 

Fyrsti áfangi Fornalundar opnaði í júlí 1991 og sá fimmti og síðasti var vígður þann 27. ágúst 1999 af þáverandi forsætisráðherra, hr. Davíð Oddssyni. Árið 1985 hafði Davíð Oddsson sem þáverandi borgarstjóri staðfest úthlutun á þeirri lóð sem Fornilundur stendur nú á með því skilyrði að lundurinn yrði friðaður og almenningi tryggður aðgangur að honum

 

Gefðu þér góðan tíma í Fornalundi.

 

Fornilundur er opinn allan ársins hring. Opnunartími: kl. 8:00 - 24:00 alla daga vikunnar.

 

Hönnun Fornalundar: Guðmundur Rafn Sigurðsson landslagsarkitekt F.Í.L.A. Garðyrkjuverktakar: Björn og Guðni ehf. / Listigarðar ehf. Þróunarvinna: Starfsmenn BM Vallá.