Vínarsteinn

Vínarsteinn

 

Vínarsteinn er vinsæll hjá þeim sem vilja ná fram náttúrulegum áhrifum, t.d. í görðum og á göngustígum.

Vínarsteinn er gjarnan valinn af arkitektum til að skapa líflegt mótvægi við nútímalega og stílhreina byggingarlist.

Lögn úr vínarsteini er nær viðhaldsfrí, því markmiðið er að mosi og smágróður festi rætur í óreglulegri fúgunni milli steinanna og gefi lögninni hlýlegt yfirbragð. Lag steinsins og fjölbreyttar stærðir bjóða bæði upp á óreglulega og reglulega lögn, t.d. hringform. Vínarsteinn er ávalur, með náttúrulegu yfirborði og er afhentur í stórsekkjum þar sem öllum stærðum er blandað saman í réttum hlutföllum.

 

Vínarsteinn XL er stærri en venjulegur vínarsteinn og hentar því vel fyrir stærri lagnir.

 

Litir: Grár, jarðbrúnn, svartur, skógarbrúnn og múrsteinsrauður.


Skoða verðlista

Vörunúmer:

Heiti:

Þykkt:

Þyngd/m2:

M2/poka:

Álagsfl.:

26-170

Vínarsteinn

6 cm

135 kg

9 m2

II

26-175

Vínarsteinn XL

6 cm

135 kg

8 m2

II

 

 

Vörumyndir