Gróf viðgerðarblanda

Gróf viðgerðarblanda er hraðharðnandi trefjastyrkt blanda ætluð til viðgerða á steinsteypu. Hún hentar vel til viðgerðar eða ílagnar á stórum láréttum og lóðréttum flötum og köntum eða þar sem koma þarf fyrir efnismiklum og þykkum viðgerðum. Blönduna er hægt að nota bæði úti og inni.

 

Efnislýsing:

Gróf viðgerðarblanda er sementsbundið efni blandað pólymer og er tilbúið til notkunar, aðeins þarf að bæta í það réttu magni af vatni. Blandan er með 12 mm löngum polypropylen trefjum. Gróf viðgerðarblanda er vatnsheldin blanda, þ.e. nýútlögð viðgerð þornar (tapar vatni) mun hægar en blanda sem ekki er vatnsheldin.


Tækniblöð

Gróf viðgerðarblanda

Vörumyndir