Milliveggjaplötur

Hlaðinn og múrhúðaður veggur er sígild lausn sem byggir á handverki og áratugalangri og traustri hefð.

 

Hlaðinn, múrhúðaður veggur er laus við öll samskeyti og hefur gott naglhald, góða hljóðeinangrun og gott bruna- og rakaþol. BM Vallá er leiðandi í framleiðslu á milliveggjaplötum úr unnum vikri og gjalli hérlendis.

 

Helstu kostir:

Einungis er notað fyrsta flokks hráefni, sem minnkar hættuna á sprungum í múrnum. Málin á milliveggjaplötunum frá BM Vallá eru nákvæm og því auðvelt og hagkvæmt að vinna með þær. Plöturnar frá BM Vallá eru sterkar, sem hefur í för með sér minni rýrnun við hleðslu og aukið öryggi veggjarins.

 

Flokkar:

5 cm

Vikur

5 cm

Gjall

7 cm

Vikur

7 cm

Gjall

10 cm

Vikur

10 cm

Gjall

Þrýstistyrkur

3 MPa

3 MPa

3 MPa

3 MPa

3 MPa

3 MPa

Blautþyngd (kg/stk)*

14

18

20

26

29

37

Þurrþyngd (kg/stk)*

10

15

14

20

19

29

Hljóðeinangrun Rw**

38 dB

42 dB

41 dB

45 dB

44 dB

48 dB

Stærð plötu í cm

50x50

50x50

50x50

50x50

50x50

50x50

Stærðarfrávik í mm +/-

2

2

2

2

2

2

Hámarkshæð á vegg án sérstakrar styrkingar

2,5 

2,5 

2,75

2,75

3,2

3,2

Brunaflokkun til viðmiðunar     A-EI30   A-EI60  

*Meðaltal

**Uppgefið hljóðeinangrunargildi er mælt rannsóknarstofugildi, mælt hjá Rannsóknarstofnun Byggingariðnaðarins. Plötur voru múrhúðaðar í mælingu. Mæling var framkvæmd skv. ISO 140 og útreikningar framkvæmdir skv. ISO 717. Hljóðeinangrunargildi er leiðrétt í samræmi við byggingarreglugerð nr. 441/1998 þannig að frávik frá viðmiðunarkúrfu séu aldrei meiri en 8 dB.

 

 

 


Vörumyndir