Akrýl

Íblöndunarefni fyrir þunnhúðir, viðgerðaefni, múr og steypu. Akrýl 100 hentar vel til íblöndunar í þunnar ílagnir og pússlög, til að auka viðloðun múrhúða og ílagna og til að auka límhæfni múrblandna.

 

Efnislýsing:

Ímúr akrýl 100 er fínkorna, meðalþykk vatnsþeyta með háum stöðugleika. Við hitastig yfir 5 °C myndar þeytan mjúka, teygjanlega og gagnsæja húð. Hægt er að lækka húðmyndunarhitastig með íblöndun t.d. bútylglykols eða bútylglykolacetats. Akrýl 100 hefur mikið og gott vatns- og alkalíþol. Þeytunni má blanda saman við sement, kalk og gifs, sem gefur blöndunni mýkt, þjálni og eykur viðloðun og togstyrk hennar.

Vörumyndir