Einangraðir útveggir

Það skiptir miklu máli að einangrun húsnæðis sé í góðu lagi.

 

Einangraðir útveggir eru forsteyptar samlokueiningar sem skiptast í þrjú lög: 130–150 mm þykkan burðarvegg úr steypu, því næst 100 mm einangrun og loks 70 mm þykka veðurkápa. Útveggirnir eru ýmist með völun eða stálmótaáferð. Einingarnar eru járnbentar eftir kröfum hönnuða og eftir stærðum og fjölda hæða.

 

Íhlutir

Allt raflagnaefni er sett í eininguna, þ.e. dósir og rör, samkvæmt teikningum rafhönnuðar. Sama gildir um aðra íhluti sem hönnuðir óska eftir, eins og t.d festingar fyrir þak eða plötur.

 

Áferðir

Hægt er að velja á milli veðurkápu með margskonar völun og stálmótaáferðar.

 

Hurðir og gluggar

BM Vallá mælir með því að hurðir og gluggar séu settir í eftir að reisingu og samsteypu er lokið, til að tryggja hámarksgæði glugga og hurða og við mælum sérstaklega með gluggum frá Protec. Ef viðskiptavinur óskar eftir því að gluggar séu í steyptir í Smellinn veggeiningar er hægt að verða við því með sérstökum skilyrðum.

 

Kostir:

1. Styttri byggingartími

2. Lægri byggingarkostnaður

3. Sveigjanlegt útlit

4. Rofa-, tengla-, veggljósadósir og rafmagnsrör eru komin á sinn stað

5. Innanverðir veggir eru tilbúnir undir sandspörslun

6. Minni kyndikostnaður fullbúinna húsa þar sem þau eru einangruð utanfrá

7. Einangrun skerðist mjög lítið við samskeyti, því eru kuldabrýr lágmarkaðar

8. Veðurkápan er sjálfstæð og getur þanist óháð burðarveggnum.

Vörumyndir