Innveggir

BM Vallá hefur þróað innveggjalausnir sem henta öllum aðstæðum.

 

Brunaveggir

Forsteyptir brunaveggir eru til þess að aðskilja brunarými. Veggina er hægt að fá í ýmsum þykktum, allt eftir því hvaða brunaþols er krafist og eftir því hvort veggurinn eigi að vera burðarveggur eða ekki. Þessir veggir hafa verið sérlega vinsælir í fjölbýlishúsum. Eins hafa þeir verið sérstaklega vinsælir í húsum með innbyggðum bílskúrum. Þar eru þeir notaðir til að skilja að bílskúr og íbúð. Brunaveggirnir okkar hafa vottun frá Brunamálastofnun Íslands.

 

Burðarveggir

Forsteyptir burðarveggir eru hluti af Smellinn lausnunum. Þeir henta í allar gerðir bygginga, sér í lagi fjölbýlishús og smærri hús.

 

Léttir innveggir

Innveggirnir eru gjarnan í þykktunum 10 og 12 cm og koma í stað gifsveggja eða veggja sem ekki eru burðarveggir. Helsti kostur veggjanna er mikil hljóðdempun, en viðskiptavinir okkar gera sífellt meiri kröfur til hljóðvistar. Annar kostur er sá að á veggina má hengja nánast hvað sem er: innréttingar og stærstu sjónvörp.

 

Brandveggir

Þegar íbúðir í par- og raðhúsum eru skildar að er það gjarnan gert með brandveggjum. Þeir hljóðeinangra betur en venjulegir veggir og eru eldtefjandi burðarveggir. Í veggjunum er steinullarkjarni í miðju sem skilur að tvo steypta veggi.

 

Kostir

1. Styttri byggingartími

2. Lægri byggingarkostnaður

3. Vottað brunaþol frá Brunamálastofnun

4. Rofa-, tengla- og veggljósadósir og rafmagnsrör eru komin á sinn stað

5. Veggir eru tilbúnir undir sandspörslun

6. Lítil hljóðleiðni

Vörumyndir