Kaldir útveggir

Undanfarið hefur notkun á forsteyptum einingum þar sem veðurkápan er úr einhverju öðru en steinsteypu, s.s. múrkerfum, timbri eða álklæðningum, færst mikið í vöxt.

Gerðir og stærðir

BM Vallá hefur yfir að ráða mjög afkastamiklu móti til að steypa þessa gerð veggja. Stærðarmörk þeirra eru 690 cm á lengdina, 350 cm á hæð og þykktir eru 12, 16 og 20 cm. Veggirnir eru steyptir innandyra í einingaverksmiðju okkar á Akranesi við bestu mögulegu aðstæður. Þeir eru hannaðir eins og venjulegir burðarveggir og eru tilbúnir til sandspörslunar þegar búið er að gera við samsteypur. Eftir uppsetningu og samsteypu er soðinn tjörudúkur á öll samskeyti að utanverðu til að hindra með öllu lekahættu.

 

Íhlutir

Allt raflagnaefni er sett í eininguna, þ.e. dósir og rör, samkvæmt teikningum rafhönnuðar. Sama gildir um aðra íhluti sem hönnuðir óska eftir, eins og t.d. festingar fyrir þak eða plötur.

 

Kostir

1. Styttri byggingartími

2. Lægri byggingarkostnaður

3. Sveigjanlegt útlit

4. Rofa-, tengla-, veggljósadósir og rafmagnsrör eru komin á sinn stað

5. Innanverðir veggir eru tilbúnir undir sandspörslun

Vörumyndir