Loftaplötur

Filegran loftaplötur henta í flestar tegundir bygginga.

 

Plöturnar eru með stálmótaáferð á undirlagi, en hrjúft yfirborð þar sem ásteypulagið kemur.

Filegran loftaplötur eru 6–8 cm þykkar og járnbentar samkvæmt fyrirmælum hönnuðar hverju sinni. Rafmagns- eða halógendósum er komið fyrir, allt eftir óskum viðskiptavinarins.

Forspennt filegran loftaplata býður upp á mikla möguleika í nýtingu rýmis. Með því að forspenna loftaplöturnar er hægt að láta þær spanna meiri haflengdir vegna aukins burðarþols.

 

Allar filegran loftaplötur eru sérframleiddar eftir teikningum viðskiptavina. Mesta breidd filegran plötu er 2,4 m og lengdir fara eftir spennivíddum.

 

Kostir þess að nota filegran loftaplötur eru m.a. þeir að byggingartíminn er styttri því ekki er um hefðbundinn plötuuppslátt að ræða. Þar af leiðandi er sáralítil efnisrýrnun móta. Neðra byrði er slétt og því tilbúið til sandspörslunar og allar loftadósir þegar komnar í.

Vörumyndir