Einbýlishús og raðhús

Hagkvæmt og einfalt

Bygging einbýlishúss er oft stærsta og áhættusamasta framkvæmd sem einstaklingar fara í. Smellinn sér um alla helstu áhættuþætti framkvæmdarinnar og þá sem skipta mestu þegar kemur að endingu og útliti. Við sjáum um að hanna burðarþolið, framleiðum húseiningar fyrir allt sem við mögulega getum, flytjum þær á byggingarstað og reisum húsið.

 

Möguleikarnir eru endalausir

Við framleiðum jafnt stór hús sem smá og leggjum metnað okkar í að koma til móts við hugmyndir og þarfir sem flestra. Það hefur komið arkitektum á óvart hversu fjölbreytt framleiðsla okkar er og hvers við erum megnug. Framleiðsla okkar er ekki stöðluð í útliti, arkitektar hafa fullt frelsi í hönnun bygginga og geta haft þarfir íbúanna að leiðarljósi.

 

Það útlit sem þú vilt

Smellinn er þekkt fyrir mikið úrval viðhaldsfrírra, steinaðra klæðninga. En stundum viljum við hafa hlutina öðruvísi og Smellinn húseiningar henta fyrir allar gerðir húsa sem ætlunin er að klæða með áli, timbri, flísum eða öðrum efnum.

 

Teikningar

Ath. að teikningar hér eru aðeins dæmi um hús sem framleidd hafa verið fyrir viðskiptavini.

Ef óskað er eftir tilboði í framleiðslu einingahúsa er hægt að senda teikningar á sala@bmvalla.is.

Allar nánari upplýsingar er hægt að fá hjá söludeild okkar í síma 412 5050.

 

einbylishus-1einbylishus_1.pdf

einbylishus-1einbylishus_2.pdf

einbylishus-1einbylishus_3.pdf

einbylishus-1einbylishus_4.pdf

einbylishus-1einbylishus_5.pdf

einbylishus-1einbylishus_6.pdf

einbylishus-1einbylishus_7.pdf

einbylishus-1einbylishus_8.pdf

einbylishus-1einbylishus_9.pdf

 

parhus-1parhus_1.pdf

parhus-1parhus_2.pdf

parhus-1parhus_3.pdf

 

bilskurar-1bilskurar_1.pdf

bilskurar-1bilskurar_2.pdf

bilskurar-1bilskurar_3.pdf

bilskurar-1bilskurar_4.pdf

bilskurar-1bilskurar_5.pdf

Vörumyndir