Fjölbýlishús

Helsti kostur Smellinn einingahúsa er hversu skamman tíma tekur að reisa þau, en þau rísa almennt mun hraðar en byggingar reistar á annan máta. Það þýðir lægri byggingakostnað, minni óvissu og nákvæmari tímasetningar.

 

Einfaldari framkvæmd

Við sjáum um burðarþolið, framleiðum það sem hægt er í Smellinn húseiningum, flytjum það á staðinn og sjáum um uppsetninguna ef þarf. Starfsmenn á byggingarstað eru færri, tækjakostur minni og undirverktakar ekki eins margir.

 

Möguleikarnir eru endalausir

Við framleiðum jafnt stór hús sem smá og leggjum metnað okkar í að koma til móts við hugmyndir og þarfir sem flestra. Það hefur komið arkitektum á óvart hversu fjölbreytt framleiðsla okkar er og hvers við erum megnug. Arkitektar hafa fullt frelsi og geta haft þarfir íbúanna að leiðarljósi, því framleiðsla okkar er ekki stöðluð.

 

Ef óskað er eftir tilboði í framleiðslu einingahúsa er hægt að senda teikningar á sala@bmvalla.is.

Allar nánari upplýsingar er hægt að fá hjá söludeild okkar í síma 412 5050.

Vörumyndir