Hesthús

Það er af sem áður var þegar nóg þótti að hesthús væri ólögulegur skúr úr bárujárni.

Í dag er hesthúsið samkomustaður fjölskyldunnar, staðurinn þar sem hún hittist eftir skóla og vinnu, heimalærdómurinn fer þar jafnvel fram, auk þess sem vinum og kunningjum er boðið að líta við.

Fólk eyðir sífellt meiri hluta af sínum frítíma í hesthúsum og því er það krafa að húsið sé hlýtt, notalegt og góður staður að vera á.

 

Fyrir fólk og hesta

Smellinn hesthús svara þessum kröfum, bæði hvað varðar aðbúnað fólks og hesta.

Húsin eru viðhaldsfrí, traust og endingargóð, þau eru einangruð og umgengni um þau er mjög auðveld.

Það er auðvelt að halda þeim hreinum og þau þola vel ágang tækja og hesta.

 

Teikningar

Ath. að teikningar hér eru aðeins dæmi um hús sem framleidd hafa verið fyrir viðskiptavini.

Ef óskað er eftir tilboði í framleiðslu einingahúsa er hægt að senda teikningar á sala@bmvalla.is.

Allar nánari upplýsingar er hægt að fá hjá söludeild okkar í síma 412 5050.

 

hesthus-1hesthus_1.pdf

Vörumyndir