Garðveggir

Forsteyptar Smellinn einingar eru víðar en margir halda.

 

Vantar þig eitthvað allt annað en hús?

Til dæmis undirstöðu undir háspennulínu, eða jafnvel deiglu undir bráðinn málm? Skoðaðu nánar hvers við erum megnug.

 

Garðveggir

Fyrir þá sem eru orðnir þreyttir á einsleitum timburveggjum bjóðum við aðra lausn. Það verður sífellt algengara að viðskiptavinir okkar vilji fá steypta garðveggi í stíl við húsið sitt.

Veggirnir geta verið með sömu klæðningu og húsið sjálft, sem gefur fallegt heildarútlit. Þetta er kærkomin viðbót í garðveggjaflóruna sem hingað til hefur verið úr timbri.

Hægt er að koma fyrir lýsingu í veggjunum.

 

Kostir sérlausna Smellins

1. Styttri byggingartími

2. Lægri byggingarkostnaður

3. Viðhaldsfrí klæðning

4. Rofa-, tengla-, veggljósadósir og rafmagnsrör eru komin á sinn stað

5. Húsbyggingin fær fallegt yfirbragð

Vörumyndir