/media/originals/68c3897f508d7f8.png
/media/originals/71bfc317df2cdf9.png
/media/originals/b29383ecf1ae4555.png
/media/originals/7c42a9becb68a54c.jpg
/media/originals/3c8ab8e374640a.jpg
/media/originals/e86e6fcc7c3aeb5.jpg
/media/originals/ea6e258a91ae4525.jpg
/media/originals/112d695251a59b6d.jpg
/media/originals/ff0f6be903c6c32.jpg
/media/originals/145d7f25121764f5.jpg
/media/originals/93a1e41f9632c5e3.jpg
/media/originals/74b830bba4112638.jpg
/media/originals/c34bed2c7f8667ea.jpg
/media/originals/411647dbfc679345.jpg
/media/originals/c4f28f635cfe6e3.jpg
/media/originals/91d1dccece20c8a9.jpg
/media/originals/a94e93bd88e28aec.jpg
/media/originals/112d695251a59b6d.jpg
/media/originals/d9d6dd6fa6398ab0.jpg
/media/originals/145d7f25121764f5.jpg
/media/originals/95282b9162877ab.jpg
/media/originals/c336abce921bad34.jpg
/media/originals/1ac456a53a6b983.jpg
/media/originals/6e424f242ec61ee8.jpg
/media/originals/8499973bec1a8628.jpg
/media/originals/48302ad66a18694.jpg
/media/originals/1f7ebd71b42d9c1.jpg
/media/originals/945a72e370211aab.jpg
/media/originals/a4c84cb21eb95db5.jpg
/media/originals/3cd618bda6ba41c.jpg
/media/originals/48302ad66a18694.jpg

Hefðbundin steinsteypa

Staðlaðar steypugerðir eru framleiddar í samræmi við Evrópustaðal um steinsteypu ÍST EN 206-1:2000 og byggingarreglugerð. Þegar valinn er steypuflokkur og við gerð tæknilýsinga fyrir steypuna þarf m.a. að taka tillit til:

• Mismunandi veðrunarálags
• Nauðsynlegs styrkleikaflokks, C8 að C100
• Hver stærsta kornastærð skal vera, frá 8 að 25 mm
• Mismunandi sementsgerða: portland-, hraðsement eða sement með auknu kísilryki
• Fjaðurstuðuls

Steypan skal skilgreind með tilvísun í ÍST EN 206 auk t.d. C25, XF2, Dmax25 fyrir steypu með kennistyrk 25 MPa, sem verður í veðrunarflokki XF2 og með hámarks steinastærð 25 mm. Einnig þarf oft að skilgreina fylliefnagerð vegna fjaðurstuðuls og útþornunar. Oft er þó steypan aðeins skilgreind með styrkleikaflokki. Algengasti steypuflokkurinn er C25.

Fjaðurstuðull
Fjaðurstuðull