Hámarkskornastærð fylliefna

Hámarkskornastærð fylliefna

Mest notaða steypa BM Vallá ehf. hefur hámarkskornastærð 25 mm, táknað með Dmax 25.

Minni kornastærðir geta verið nauðsynlegar, t.d. í þröngum byggingarhlutum. Að jafnaði gefur þó bestan árangur að velja 25 mm hámarksstærð því sú steypa hefur minnstu rýrnun auk góðrar þjálni.

Stöðluð er einnig 19 mm hámarksstærð, svokallað perlumix, en einnig eru aðrar kornastærðir fáanlegar eftir óskum. Sjá umfjöllun um ílagnir í öðrum kafla.