Sementsgerðir

Sementsgerðir

BM Vallá notar í framleiðslu sína það sement sem best hentar aðstæðum og þeirri steypugerð sem verið er að framleiða. 

Við val á sementi þarf að taka tillit til veðurfars, stærðar og þykktar byggingarhluta og veðrunarálags. Algengast er við venjulegar aðstæður að nota svokallað portland sement Á Íslandi eru tvær gerðir af slíku sementi : Anlegg sement frá Norcem og Rapid sement frá Aalborg portland.

 Hraðsement hentar mjög vel þegar steypt er í frosti eða ef stefnt er að háum styrk eftir einn sólarhring, en hraðsement ætti aftur á móti ekki að nota í þykkum byggingarhlutum því þá er hætt við vandamálum vegna hitamyndunar og sprungum af hennar völdum. Industri sement frá Norcem er mjög hratt hraðsement. 

Sement blandað fluguösku, STFA sement frá Norcem, er með 20 % af fluguösku og hentar vel þar sem þörf er á miklu efnaþoli, stefnt er að sérstaklega þéttri steypu eða þar sem notuð eru mjög alkalívirk fylliefni því sementið drepur alkalívirkni. StFA sement er umhverfisvænasta sementið á markaðnum og með lægsta kolefnissporið.

Við sérstakar aðstæður er gott að blanda kísilryki (4- 7%) saman við sementið. Það er t.d. krafa Vegagerðarinnar í öll þeirra mannvirki. 

Hvítt sement er notað þegar óskað er hvítrar eða ljósrar steypu.