Fjaðurstuðull

Fjaðurstuðull segir til um hve mikið steypan svignar undan álagi. Í byggingarhlutum eins og plötum getur því skipt miklu að fjaðurstuðull sé hár. Fjaðurstuðullinn fer, auk styrks að töluverðu leyti eftir fylliefnum steypunnar.

Í þjóðarviðauka við þolhönnunarstaðalinn ÍST EN 1992-1-1:2004/NA:2010 eru ákvæði um að  fjaðurstuðulinn megi ákvarða með prófunum. Þegar engin próf eru framkvæmd eigi að marfgfalda gildi staðalsins með stuðli háð fylliefnagerðinni

a)     0,9 fyrir þétt fylliefni

b)     0,6 fyrir opin fylliefni

 

 Þessar reglur eru byggðar á mælingum sem gerðar voru á steinefnum á Reykjavíkursvæðinu fyrir nokkrum áratugum. En síðan þá hafa orðið breytingar á þessum  efnisnámum. Reikna má því með að nær lagi sé fyrir  þétt efni að margfalda með stuðlinum 0,85 en óbreytt 0,6 fyrir opin efni.  

 

 

 

 

(*) Ecm er meðalgildi fjaðurstuðuls en ekki "kenni" fjaðurstuðull þ.e. fjaðurstuðull fyrir hvern styrkleikaflokk skal standast gildið að meðaltali.

BM Vallá notar í flestum tilfellum þétt fylliefni. Þó komur fyrir að skortur er á þeim á markaðnum og þess vegna er nauðsynlegt að í tæknilýsingu hönnuðar komi fram krafa um fjaðurstuðul.   Mesta hagkvæmni fæst með því að halda sig við áðurnefndar reglur en hægt er að framleiða steypu með mun hærri fjaðurstuðli með notkun sérstakra fylliefna.   BM Vallá ehf hefur framleitt steypu með fjaðurstuðul yfir 40 GPa.  

Mæling á fjaðurstuðli er hluti af framleiðslueftirliti BM Vallá ehf.

Vörumyndir