Steypa og veðrun

Steypa og veðrun

Í ÍST EN 206 (Töflu 1) er gerð tillaga um marga veðrunarflokka, svokallaða áreitisflokka. Flokkur XC (XC1 til XC3) eru aðstæður þar sem er tæring vegna kolsýringar og þar með hætta á ryðgun járna, XD og XS er þar sem steypa verður fyrir klóríðum, XF er flokkun vegna frostþíðu áraunar og XA vegna efna áraunar. Tafla F1 í staðlinum er með tillögur að samsetningu steypu fyrir hvern áreitisflokk.

Á Íslandi yfirgnæfir álag vegna frostþíðu aðra umhverfisþætti og því er flokkunin einfölduð í tvo frostþíðu áreitisflokka í íslensku byggingarreglugerðinni. Í eftirfarandi töflu er þessi flokkun og kröfur byggingarreglugerðarinnar auk kröfu Alverks Vegagerðarinnar  til brúarmannvirkja. Þar er einnig gefin tillaga að þykkt steypu utan á járn (hulu) sem hefur lykilþýðingu fyrir verndun gegn ryðgun járns.

tafla-veðrun