Anhydrit-ílagnir

Anhydrit-ílögn byggir á kalsíumsúlfati eða gifsi í stað sements. Ílögnin leggur sig næstum sjálf og gefur slétt yfirborð.

Anhydrit-ílögn er afhent í steypubíl eins og önnur steypa og dælt með lítilli, meðfærilegri dælu.

Ílögnina má nota ofan á steypu en best hentar hún ofan á einangrun því þar vill sementsbundin ílögn rýrna og vinda sig. Anhydrit-ílögn rýrnar hins vegar mjög lítið. Styrkur ílagnarinnar er 20 MPa (AE20). Þykkt er að lágmarki 3 cm.

Sjá nánari lýsingu á anhydriti og vinnu við það í fylgiskjali hér til hægri.

Vörumyndir