Sjálfútleggjandi perluílögn

Sjálfútleggjandi sementsbundin perluílögn

Sjálfútleggjandi sementsbundna perluílögnin (stærsta kornastærð 10 mm) er ætluð sem afréttingarlag ofan á steypu en hentar ekki ofan á einangrun. Hún hefur svipaða eiginleika og sandílögn en hefur minni rýrnun og sprungumyndun. Hún er oftast lögð út eins og anhydrit með hjálp rörasladdara og þannig er hægt að ná sléttri áferð. Hún er afhent í steypubíl og dælt með lítilli dælu með meðfærilegum barka. 

Ráðlegt er að halda styrk ílagnarinnar sem lægstum, gjarnan C12 til að minnka hættu á losi frá undirlagi. Ílögnin hagar sér svipað og aðrar sandlaganir. Hún springur, en ef undirvinnan er í lagi mun ekki verða los frá undirlagi. Eins og í öðrum sandlögunum er ráðlegt að halda þykkt hennar sem minnstri til að minnka hættu á losi, gjarnan undir 4–6 cm. Til að ná að jafna hana út þarf þó að jafnaði að lágmarki 3 cm þykkt. Ílögninni er dælt með lítilli dælu, þeirri sömu og anhydrit.

Vörumyndir