Frostvarin steypa

Ef notuð er steypa með frostvörn er hægt að steypa í frosti án þess að steypan skemmist. 

Vörnin byggist á því að vatnið í steypunni frýs ekki fyrr en hitastigið hefur lækkað undir -10 °C.

Þessi steypa er sérstaklega nauðsynleg þegar steypa þarf að vetri til í mannvirkishlutum sem ekki er hægt að verja með yfirbreiðslum eða mynda lítinn hita vegna lítils steypumagns, s.s. raufarsteypa milli eininga. Ekkert er þó til fyrirstöðu að nota steypuna víðar og hindra þannig að steypuvinna truflist á veturna vegna frosts.

Vörumyndir