Hraðútþornandi

BM Vallá býður upp á sérstaklega hraðútþornandi steypu.

Útþurrkunartími er umtalsvert styttri en hjá hefðbundinni steinsteypu. Hraðútþornandi steypa hentar sérstaklega vel fyrir plötur þar sem byggingartími er hraður.

Þegar notast er við hefðbundna C25 steinsteypu í plötur geta liðið allt að 18 mánuðir þar til hægt er að leggja endanleg gólfefni á.

Með notkun hraðútþornandi steypu má stytta þennan tíma um allt að helming, eða niður í 9 mánuði. Hafðu samband við söludeild BM Vallá og kynntu þér þennan möguleika.  

Vörumyndir