Trefjasteypa

BM Vallá selur steypu með ýmsum gerðum af trefjum.

Polypropylen plasttrefjarnar eru mest notaðar en þær hafa þann tilgang fyrst og fremst að hindra plastískar sprungur en það eru sprungur sem myndast í ferskri steypu stuttu eftir niðurlögn, áður en hún nær styrk. Mestar líkur eru á að sprungurnar komi fram í sterkri steypu í  plötum þegar mikil uppgufun verður t.d. í miklum vindi, lágu rakastigi, þegar heitt er í veðri eða þegar mikill hitamunur er milli steypu og umhverfis. Oftast er valið að blanda í steypuna mjög litlu magni eða 0,9 kg/m3. (Sjá nánari lýsingu í grein).

Stáltrefjar og burðarþolsplasttrefjar auka seiglu og höggþol steypunnar og hindra að hun detti í sundur þótt hún brotni. Hér á landi eru þessar trefjar mest nýttar sprautusteypu í jarðgöngum en geta í sumum tilfellum komið í stað járna í venjulegri steypu. Íblöndun í venjulega steypu af plasttrefjunum  er oftast um 2,5 kg í m3 en í sprautusteypu mun hærri eða 4 til 6 kg/m3.

Vörumyndir