Undirvatnssteypa

Þegar steypt er undir vatni þarf að gæta að því að sementsefjan skolist ekki úr og að steypan renni vel út og fylli mótið. Algengast er að dæla steypunni niður í vatn á þann hátt að dælustúturinn sé alltaf ofan í steypunni til að hindra útskolun þegar hún kemur ofan í vatnið. 

Mikilvægt er að mikil samloðun sé í steypunni og því þarf sementsmagnið að vera amk 350 kg/m3 og nauðsynlegt er að steypan sé vel fljótandi og með hátt sigmál. 

BM Vallá selur einnig íblöndunarefni í steypuna til að nota þar sem sérstaklega þarf að vanda til verka. Efnið hindrar að sementsefjan skolist út úr steypunni og lætur hana renna betur út.

Vörumyndir