Blöndunarstöðvar og steypubílar

Auk aðalblöndunarstöðvar BM Vallá í Reykjavík sem afkastar um 140 m3/klst. er varablöndunarstöð BM Vallá til reiðu (afkastar 80 m3/klst.) til að tryggja rekstraröryggi og sinna sérverkefnum. Báðar stöðvarnar eru búnar nýjustu og fullkomnustu tækjum til að tryggja nákvæmni á öllum sviðum í framleiðslunni. 

Í Reykjavík hefur BM Vallá einnig yfir að ráða stöð þar sem hrært er anhydrit og aðrar ílagnir. Auk stöðvanna í Reykjavík  rekur BM Vallá steypustöðvar á Akranesi og Reyðarfirði og hefur einnig yfir að ráða færanlegum stöðvum í sérverkefni. Er t.d. nú með steypustöð í Búrfelli sem sér um að framleiða steypu í stækkun Búrfellsvirkjunar.

Öflugur floti sparar þér fjármuni 

BM Vallá í Reykjavík hefur stöðugt til reiðu rúmlega 20 steypubíla sem hver um sig flytur 8 rúmmetra af steinsteypu í hverri ferð. Þannig getum við í flestum tilfellum tryggt öruggar og samfelldar steypuafhendingar.  

Vörumyndir