Afgreiðsla

Kort

Afgreiðsla „smá slatta“ af steypu
er nú á Breiðhöfða


Við höfum ákveðið að breyta fyrirkomulagi á afgreiðslu og sölu fyrir þá viðskiptavini sem koma hingað að BM Vallá til að sækja smá slatta af steypu í kerrur eða á pallbíla.

Fyrir þá sem vilja sækja steypu í litlu magni við stöð okkar hér í Reykjavík verða „smá slattar“ afgreiddir framvegis í körum á Breiðhöfða 3, á sama stað og hellurnar eru afgreiddar. Öll afgreiðsla og sala til viðskiptavina fer framvegis fram á Breiðhöfða.

Markmið breytingarinnar er að bæta þjónustu og auka öryggi viðskiptavina okkar við þessa afgreiðslu. Mikil umferð stórra ökutækja inn á vinnusvæðið gerir það að verkum að fyllsta öryggis er krafist og því verður umferð inn á vinnusvæðið hjá okkur takmörkuð við eigin ökutæki. Lokað verður fyrir umferð Bíldshöfða megin.

Verkferlið verður þannig að þú kemur með þitt eigið kar eða leigir kar af okkur. Við förum með karið og náum í steypu, á meðan býðst þér kaffi í múrverslun eða helluafgreiðslu.

BM_Valla_afgreidsla

Afgreiðslutímar eru tveir á dag, þ.e. fyrir hádegi milli 10 og 11 og eftir hádegi milli 13 og 14.

Ef óskað er eftir annarri steypu en C-25 þarf að panta hana með fyrirvara.

Við hjá BM Vallá vonumst til að þessi breyting verði til mikilla bóta og auki bæði þjónustu og öryggi viðskiptavina.