Steypan frá BM Vallá er sérhönnuð til að þola íslenskt veðurfar og hver hræra lýtur ítrustu gæðastöðlum, enda fyrirtækið með ISO 9001 gæðavottun. Í allri blöndun og ráðgjöf um meðhöndlun er höfuðáhersla lögð á að tryggja langan líftíma mannvirkis, lágmarka viðhaldsþörf og auðvelda niðurlögn steypu.