Draumareitur við heimilið

Ásbjörn Ingi Jóhannesson, sölustjóri hellna og garðeininga, ræddi við Fréttablaðið um nýjungar, þjónustu og vinsæla landslagsráðgjöf sem viðskiptavinir geta nýtt sér. „Þessi ráðgjöf hefur reynst afar vel og með því að móta hugmyndir og útfærslu með landslagsarkitekt er hægt að sjá hvernig verkið mun líta út í þrívíðri teikningu.“ segir Ásbjörn.

BM Vallá hefur verið í helluframleiðslu á Íslandi í um 40 ár og býr að mikilli þekkingu á framleiðsluaðferðum sem henta íslenskum aðstæðum. Öll framleiðslan er gæðavottuð og er fyrirtækið með landsins mesta úrval af hellum, steinum, hleðslum og kantsteinum sem henta útisvæðum af öllum stærðum og gerðum. Umhverfismál eru fyrirtækinu hugleikin og stefnir BM Vallá að því að verða umhverfisvænasti steypuframleiðandi landsins.

Nýjar hellugerðir líta dagsins ljós nánast árlega og er nýjasta viðbótin í hellufjölskyldunni, Borgarhella í stærðinni 100×50. Hellan er 8 cm þykkt og var sérhönnuð í tengslum við lóð Íslenskra fræða. Þá eru gegndræpar lausnir, svokallaðar ofanvatnslausnir, að koma sterkar inn á markaðinn en það eru hellur sem hleypa vatni niður í jarðveginn og viðhalda þannig náttúrulegri hringrás.

Það eru allir velkomnir í heimsókn til okkar á Breiðhöfðann, skoða sýningarsvæðið í Fornalundi og fá góð ráð til að skapa draumareit heimilisins. Frá og með laugardeginum 14. maí verður opið á laugardögum frá 10 til 14.

Hægt er að lesa greinina í heild sinni á vef Fréttablaðsins.

Lesa frétt