Beint í efni

22.01.2024

Framkvæmdartími á undan áætlun

Það er góður framgangur í byggingu tveggja fjölbýlishúsa í Vogunum sem byggðar eru með forsteyptum Smellinn húseiningum frá BM Vallá. Um er að ræða fimm hæða fjölbýlishús og eru 32 íbúðir í hvoru húsi. Óhætt er að segja að verkefnið hafi gengið vel. Það er rúmlega einn mánuð á undan áætlun í framkvæmd sem eru afar jákvæðar fréttir og gera að verkum að íbúar geta flutt fyrr inn í íbúðirnar. Að sama skapi minnkar byggingar- og fjármagnskostnaður sem skiptir miklu máli í núverandi efnahagsumhverfi.

Styttri byggingartími þýðir lægri kostnaður

Hönnunarferlið tók mið af því að nota forsteyptar Smellinn húseiningar við byggingu húsanna. Allir útveggir  eru uppbyggðir með forsteyptum samlokueiningum  með sléttri stálmótáferð á ytra byrði hússins, sem síðan er málað á verkstað. Það tók eingöngu  um sex mánuði að reisa fyrra húsið og er verið að innrétta það um þessar mundir. Seinni blokkin er þegar komin vel á veg í uppsetningu eininga og því styttist í að bæði húsnæðin verði tilbúin.

Í bæði húsnæðin eru notuð flotefni á öll gólf, múrefni og hellur á útisvæði frá BM Vallá.

Það er Hvítibær ehf sem er verkkaupi en fyrirtækið hefur átt í góðu samstarfi við BM Vallá í áratugi.

Keilisholt. Fjölbýlishús með forsteyptum húseiningum frá Smellinn.
Keilisholt fjölbýlishús með forsteyptum húseiningum frá Smellinn. Mynd tekin í byrjun janúar 2024.
Keilisholt. Fjölbýlishús með forsteyptum húseiningum frá Smellinn.
Um er að ræða tvö fjölbýlishús í Vogunum með forsteyptum húseiningum frá Smellinn.
Dagsetning
22.01.2024
Deila