Beint í efni

30.03.2022

Hjálparhella tilnefnd til Lúðursins 2021

ÍMARK | Samfélag markaðsfólks á Íslandi tilnefndi verkefnið Hjálparhella BM Vallár til Lúðursins í flokki beinnar markaðssetningar. Um var að ræða konfektkassa frá BM Vallá sem var dreift til viðskiptavina og samstarfsaðila og var í laginu eins og steypt hjálparhella. Skilaboð sem fylgdu með voru á þá leið að með kaupum á hellum frá BM Vallá væru viðskiptavinir að hjálpa okkur að hjálpa öðrum og láta þannig gott af sér leiða. Verkefnið var unnið í góðu samstarfi með auglýsingastofunni PiparTBWA undir yfirskriftinni „Hjálparhellan um jólin“. Hjálparhella BM Vallá er samfélagsverkefni sem veitir styrki til samfélagslegra málefna á hverju ári. Á síðasta ári var m.a. veittur styrkur til UNICEF um bóluefnadreifingu til efnaminni landa og einnig framtakið Rampar í Reykjavík. Verðlaunaafhendingin fór fram síðastliðinn föstudag og þó svo að verðlaunin hafi ekki komið í hlut BM Vallár eða Pipar/TBWA þá er starfsfólk fyrirtækisins stolt af tilnefningunni. Við óskum sigurvegurum flokksins, Atlantsolíu og Hér & Nú sigurvegurum, til hamingju með árangurinn og vel útfærðan markpóst.

Dagsetning
30.03.2022
Deila