Beint í efni

10.08.2022

Hundraðasti rampurinn vígður

Rampur númer eitt hundrað, í verkefninu Römpum upp Ísland, var vígður við hátíðlega athöfn við Sjómannasafnið á Eyrarbakka þriðjudaginn 9. ágúst. Fjöldi gesta var samankominn og var það Aron Freyr Jónsson sem klippti á borðann og vígði rampinn. Af sama tilefni undirrituðu þeir Haraldur Þorleifsson, hvatamaður verkefnisins, og Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, samning um stuðning ríkisins við verkefnið. Römpum upp Ísland hefur það að markmiði að auka aðgengi hreyfihmlaðra að þjónustu, verslun og afþreyingu og stuðla þannig að auknu jafnrétti fyrir alla. Nú þegar hafa rampar verið settir upp víðsvegar um landið en fyrsti rampurinn opnaður í Hveragerði og áður höfðu 100 rampar verið settir upp í Reykjavík. BM Vallá er stoltur samstarfsaðili verkefnisins, ásamt öflugum hópi fyrirtækja og styrktaraðila, en hellur fyrirtækisins eru notaðir í alla rampana. Markmið verkefnisins er að setja upp þúsund rampa á næstu fjórum árum á öllu landinu. Frá vígslu hundraðasta rampsins við Sjómannasafnið á Eyrarbakka. Mynd: Stjórnarráðið. Römpum upp Ísland Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, og Haraldur Þorleifsson, skrifuðu undir samning um stuðning ríkisins við Römpum upp Ísland.  

Dagsetning
10.08.2022
Deila