Beint í efni

26.05.2023

Ný fjölbýlishús við Vatnsholt 1-3

Við Vatnsholt 1-3 í Reykjavík er verið að klára byggingu tveggja nýrra fjölbýlishúsa. Um er að ræða þriggja hæða húsnæði á vegum Leigufélags aldraðra, en hvert hús er með 24 íbúðum. Fjölbýlið var byggt með forsteyptum Smellinn einingum frá BM Vallá. Þá sáum við einnig um að setja upp allt steypta burðavirki hússins, flotun á öll gólf, efnisútvegun á milliveggjum með uppsetningu og ál-/trégluggum með uppsetningu. Hönnun og útlit hússins er ákaflega vel heppnað, en þétt og gott samstarf var með hönnuðum og eigendum hússins um ásýnd hússins, línur og liti ásamt útfærslu á glæsilegum sjónsteypuveggjum þar sem munstursteypa var sett í útveggina. Einnig setja hellurnar og hleðslusteinarnir frá BM Vallá skemmtilegan svip við lóðafráganginn og ramma húsið fallega inn. Við óskum forsvarsfólki Vatnsholts og íbúum þess til hamingju með afar skemmtileg og vönduð hús og þökkum fyrir ánægjulegt samstarf við Leigufélag aldraða og aðra verktaka sem komu að verkefninu með okkur. Nánar um þjónustu okkar á sviði húseininga. 

Dagsetning
26.05.2023
Deila