Beint í efni

05.01.2024

Ný vefsíða í loftið

Ný vefsíða í loftið

Ný vefsíða í loftið

Við erum kampakát yfir nýrri vefsíðu BM Vallár sem opnaði milli jóla og nýárs. Við hönnun vefsins var mikil áhersla lögð á að endurhanna og bæta vefverslunina þar sem upplýsingar um vörur, myndir, lýsingu og gagnablöð eru nú aðgengileg á flestum vörum. Öflug leitarvél er á síðunni sem ætti að auðvelda alla leit að gögnum á vefnum.

Meðal nýjunga á síðunni er flokkur sem kallast Innblástur og þar má finna margvíslegt efni um vörurnar, verkefnin ásamt öflugu myndagallerí.

Við erum hvergi hætt í stafrænni þróun og höldum áfram að þróa ásýnd vefjarins á árinu og gera hann enn öflugri.

Ef þú hefur einhverjar athugasemdir eða ábendingar um nýja vefinn viljum við endilega heyra í þér. Hægt er að senda okkur línu hér.

Vefurinn var unnin í samstarfi við Kaktus og færum við þeim bestu þakkir fyrir ánægjulegt samstarf.

Ný vefsíða bmvalla.is
Ný vefsíða bmvalla.is
Dagsetning
05.01.2024
Deila