Beint í efni

02.06.2023

Nýtt flokkunarkerfi tekið upp á öllum starfsstöðvum

Tekið hefur verið í gagnið nýtt flokkunarkerfi í samræmi við það kerfi sem er verið að innleiða á höfuðborgarsvæðinu um þessar mundir. Þetta er stórt framfaraskref í umhverfis- og loftslagsmálum og við látum okkar að sjálfsögðu ekki eftir liggja, enda leggur BM Vallá ríka áherslu á umhverfismálin í starfseminni. Ítarleg kynning um nýja flokkunarkerfið fór fram í vikunni ásamt því að hver starfsstöð og deild hefur skipað umhverfisfulltrúa sem verður sérfræðingur í flokkun og getur aðstoðað ef einhver vafi er á hvað fer hvert. Vaskir fulltrúar frá fyrirtækinu hófust handa í gær við að skipta út eldri tunnum á öllum starfstöðvum og settu nýjar tunnur ásamt skýrum merkingum og leiðbeiningum í staðinn. Þá verða gámar auðmerktir til að flokkað rusl og úrgangur fari í rétta gáma til að stuðla að endurnýtingu og endurnotkun Við hlökkum til að gera enn betur í ábyrgri úrgangsstjórnun, enda mikilvægur málaflokkur sem fyrirtækið og við starfsfólkið tökum heilshugar þátt [caption id="attachment_30622" align="alignnone" width="779"]Nýtt flokkunarkerfi hjá BM Vallá Elín frá Íslenska gámafélaginu kynnti nýtt flokkunarkerfi fyrir starfsfólki.[/caption]

Dagsetning
02.06.2023
Deila