Beint í efni

17.05.2022

Fyrsta samfélagsskýrsla BM Vallá komin út

BM Vallá hefur gefið út fyrstu samfélagsskýrslu sína og miðlar þar með upplýsingum um áherslur, árangur og markmið sem tengjast samfélagsábyrgð. BM Vallá hefur sett sér það metnaðarfulla markmið að ná kolefnishlutleysi 2030 og verða umhverfisvænsti steypuframleiðandi landsins. Markvisst er unnið að verkefnum í umhverfis- og loftslagsmálum sem miða að því að gera enn betur. Á árinu náðist margvíslegur árangur í umhverfismálum meðal annars eftirfarandi: ✔️ Við drógum úr losun gróðurhúsalofttegunda á árinu sem nemur 10% pr. framleiddan rúmmetra. ✔️ Við buðum upp á sement með 20% lægra kolefnisspor. ✔️ Við breyttum steypuuppskriftum og kynntum til sögunnar steypu sem er með 40% minna kolefnisspor. ✔️ Við tökum ábyrgð á allri losun framleiðslunnar, þ.m.t. sementsins, þó svo það telji ekki beint inn í losunarbókhald landsins. ✔️ Við erum virkir þátttakendur í hringrásartengdum verkefnum sem miða m.a. að því að draga úr kolefnisspori. Fjallað er um áherslur í umhverfismálum, forgangsmál, hvernig BM Vallá tengir heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í starfsemi sína og önnur verkefni tengd samfélagsábyrgð. „Til að berjast gegn loftslagsvánni verða allir hagsmunaaðilar í byggingariðnaði að láta til sín taka og koma fram með lausnir sem hafa jákvæðari umhverfisáhrif. Við skorumst ekki undan þeirri ábyrgð og á árinu náðist góður árangur sem miðar í þessa átt. Það er okkur starfsfólki afar ánægjulegt að gefa út fyrstu samfélagsskýrslu BM Vallár og miðla upplýsingum um þær áherslur, árangur og markmið okkar sem tengjast samfélagsábyrgð.“ er meðal þess sem Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Hornsteins, móðurfélags BM Vallár, segir í ávarpi í samfélagsskýrslunni. Click to read Samfélagsskýrsla BM Vallá

Dagsetning
17.05.2022
Deila