Beint í efni

25.05.2023

Sjálfbærniskýrslan er komin út

BM Vallá hefur gefið út sjálfbærniskýrslu sína, annað árið í röð, með upplýsingum um helstu umhverfisþætti félagsins, áherslur, markmið og áskoranir í tengslum við sjálfbærni. Sjálfbærniuppgjörið er gert í samræmi við UFS leiðbeiningar, og er yfirfarið og staðfest af Klöppum. Kolefnisspor steypunnar lækkaði Á árinu náðist að draga kolefnisspori steypunnar um 5,6%, þrátt fyrir afar erfiða sementsstöðu á helstu mörkuðum vegna stríðsátaka í Úkraínu. Þessi árangur samsvarar útblæstri frá um 1.400 fólksbílum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Að sama skapi náðist að auka notkun á umhverfisvænna sementi í steypugerðum BM Vallár um 35% á árinu og er það afar ánægjulegt þar sem markmið fyrirtækisins er að draga úr notkun á hefðbundnu sementi þar sem það ber ábyrgð á 85-90% af losun steypu. Það er jafnframt í samræmi við yfirlýsingu BM Vallár um að taka ábyrgð á allri losun steypunnar, þar með talið sementsins, þó svo að það telji ekki inn í loftslagsbókhald landsins, enda eru loftslagsmálin áskorun á heimsvísu og óháð öllum landamærum. Umhverfisvænna sement er forgangsatriði „Sá árangur í loftslagsmálum sem við höfum náð er langt í frá sjálfgefinn og þakka ég frábæru teymi okkar hjá BM Vallá fyrir þá miklu vinnu sem að baki liggur. Við munum halda áfram að setja okkur metnaðarfyllri markmið tengt umhverfismálum, enda er framtíðarsýnin okkar skýr, við ætlum okkur að verða umhverfisvænasti steypuframleiðandi landsins og er það markmið sem við vinnum að alla daga. Við fylgjumst grannt með orkuskiptum í tengslum við aksturs- og tækjaflota okkar og erum þátttakendur í þróunarverkefnum sem miða að lausnum tengt vistvænni orkugjöfum. Hins vegar er forgangsröðunin okkar skýr, og það er að draga úr kolefnisspori sementsins, þar sem það telur þyngst í kolefnisspori starfseminnar.“ segir Þorsteinn Víglundsson, forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins, móðurfélags BM Vállar. Í sjálfbærniskýrslunni er einnig sagt frá nýsköpunar- og þróunarverkefnum sem BM Vallá vinnur að og í samstarfi við aðra. Þar á meðal eru verkefni tengt fyrsta hringrásarhúsi landsins til að skoða hvort hægt sé að taka í sundur og endurnota forsteyptar húseiningar. Einnig er unnið að innleiðingu nýrrar tækni við steypuframleiðslu, Carbon Cure, þar sem kolefni er dælt inn í steypuna þegar hún er hrærð. Hægt er að skoða vefútgáfu sjálfbærniskýrslunnar hér: [ux_image id="30571" width="58" link="https://bmvalla.turtl.co/story/sjalfbaerniskyrsla-or-bm-valla-2022/"]

Dagsetning
25.05.2023
Deila