Beint í efni

02.02.2024

Steinsteypudagurinn 2024

Starfsfólk okkar er mætt á Steinsteypudaginn og tekur þátt í að fræðast um steypu, miðla þekkingu og hitta kollega í steypugeiranum.

Sirrý Ósk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri umhverfis- og gæðasviðs, mun halda erindi um Berglindi, vistvænni steypu, en með henni er hægt er að draga úr kolefnisspori steypu um allt að 40-43%. Þá mun hún fjalla um árangur BM Vallár í samdrætti á losun gróðurhúsalofttegunda, en árið 2023 náðum við að draga saman kolefnisspor á hvern seldan rúmmetra af steypu sem nemur c.a. 8% samanborið við árið á undan. Það samsvarar samdrátt í losun gróðurhúsaloftegunda sem nemur um 5.000 kg af CO2 á dag eða 1.200.000 kg CO2 á ári. Til að setja í samhengi jafnast það á við árslosun frá 652 meðalfólksbílum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti.

Á Steinsteypudeginum mun Þorsteinn Víglundsson, forstjóri, taka þátt í pallborðsumræðum um byggingarkostnað og húsnæðisframboð.

Steinsteypudagurinn er árlegur viðburður Steinsteypufélagið stendur fyrir og fer fram á Grand hótel þann 2. febrúar 2024.

BM Vallá er á Steinsteypudeginum.
Sirrý Ósk Bjarnadóttir við kynningarbás BM Vallár á Steinsteypudeginum.
Dagsetning
02.02.2024
Deila