Beint í efni

13.02.2023

Steinsteypuverðlaun fyrir steypu í Vök Baths

Steinsteypuverðlaunin voru veitt á árlegum Steinsteypudegi, sem fór fram 10. febrúar, og hlaut Vök Baths verðlaunin en steypan í mannvirkið er frá BM Vallá. Það er Steinsteypufélag Íslands sem heldur Steinsteypudaginn til að fjalla um það markverðasta er tengist steinsteypu og steinsteyputækni. Starfsfólk BM Vallár tók þátt í deginum og var með kynningarbás á svæðinu. Einnig héldu erindi fulltrúar frá móðurfélaginu, Eignarhaldsfélaginu Hornsteini, þau Sirrý Ósk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri umhverfismála, og Børge Johannes Wigum, verkefnastjóri. Verðlaun fyrir vandaða notkun á steinsteypu Sem fyrr segir hlaut Vök Baths, sem er staðsett rétt fyrir utan Egilsstaði, Steinsteypuverðlaunin, en þau eru veitt fyrir mannvirki sem einkennast af vandaðri og vel heppnaðri notkun á steinsteypu. Meðal þeirra þátta sem horft er til við val á sigurvegara er að steinsteypan sé sýnd á áberandi hátti, auðgi umhverfið og sé framúrskarandi vegna arkitektúrs, verkfræðilegra lausna, gæði steinsteypu og handverks. BM Vallá sá um steypuframleiðslu í mannvirkið, en Basalt arkitektar voru aðalhönnuðir þess, EFLA sá um verkfræðihönnun og voru VHE verktakar við uppsteypu hússins. [caption id="attachment_29770" align="alignnone" width="564"]Steinsteypuverðlaunin_2023 Fulltrúar fyrirtækjanna sem komu að framkvæmdunum við Vök Baths tóku á móti Steinsteypuverðlaununum. Mynd | EFLA.[/caption] Berglind – vistvæn steypa fyrir vistvænni framtíð Sirrý Ósk Bjarnadóttir hélt erindið „Byggjum vistvænni framtíð“ og fjallaði um umhverfisáhrif mannvirkjagerðar og þær leiðir sem væru færar til að draga úr neikvæðum loftslagsáhrifum þeirra. BM Vallá hefur unnið markvisst að þróun lausna í tengslum við vistvænni vörur og leggur áherslu á að minnka kolefnisspor sements í steypu þar sem það ber ábyrgð á 90% losun hennar. Sirrý sagði frá Berglindi, vistvænni steypu, sem BM Vallá hefur kynnt til leiks og markmiðum um að ná kolefnishlutleysi 2030. Nú þegar er hægt að fá Berglindi með allt að 40% minna kolefnisspori, samanborið við hefðbundna steypu samkvæmt kröfu byggingarreglugerðar. Áhugaverðar pallborðsumræður fóru að auki fram um vistvæna steypu, en það var HMS sem sá um skipulagningu þeirra og tók Sirrý Ósk tók þátt í pallborði. [caption id="attachment_29766" align="alignnone" width="553"]Sirrý Ósk fjallaði um vistvæna steypu Sirrý Ósk fjallaði um vistvæna steypu[/caption] Fínmalað móberg í sement til að lækka kolefnisfótspor Evrópu Børge Johannes Wigum hélt einnig erindi um rannsóknarverkefni á eiginleikum fínmalaðs íslensks móbergs sem íauka í sement, til að draga úr kolefnislosun frá byggingariðnaði. Hann fjallaði um möguleikann á að flytja út fínmalað móberg til Evrópu til íblöndunar í sement og að það gæti skilað verulegum virðisauka hérlendis. Hagnýting móbergs í þessum tilgangi gæti leitt af sér um 10-15 milljarða króna fjárfestingu í fullvinnslu þess hér á landi og útflutning á um 1 milljón tonna á ári. Áætlaðar útflutningstekjur næmu um 10 milljörðum á ári og um 60 heilsársstörfum í kringum framleiðsluna. Þá væri skýr ávinningur í því tækifæri að staðfesta stöðu Íslands sem vettvangs áþreifanlegrar nýsköpunar á sviði vistvænnar mannvirkjagerðar. [caption id="attachment_29765" align="alignnone" width="560"]Borge Wigum sagði frá móbergi Borge Wigum fjallaði um eiginleika móbergs sem íauka í sement.[/caption] Starfsfólk BM Vallár og Hornsteins þakkar Steinsteypufélaginu fyrir góðan og fræðandi viðburð og gestum fyrir komuna á kynningarbásinn okkar. Óskum jafnframt Vök Baths og öllum samstarfsaðilum sem komu að verkefninu til hamingju með Steinsteypuverðlaunin. Vök Baths er glæsilegur náttúrubaðstaður við Urriðavatn rétt hjá Egilsstöðum. Mynd | Vök Baths.

Dagsetning
13.02.2023
Deila