Beint í efni

12.12.2022

Stuðningur við endurnýjun á elsta steinhúsi Kópavogs

Félagar í Lionsklúbbi Kópavogs vinna að því hörðum höndum að gera upp Kópavogsbúið og láta þannig til sín taka á vettvangi góðgerðar- og samfélagsmála. BM Vallá mun styðja við bakið á Lionsfélögum og við endurnýjun hússins verða notaðar múrvörur, múr og steypa frá fyrirtækinu í verkið. Af þessu tilefni var styrktarsamningur undirritaður mánudaginn 12. desember af fulltrúum fyrirtækjanna þeim, Hafsteini Guðmundssyni, BM Vallá, og Pétri Eysteinssyni, Lionsklúbbi Kópavogs. Styrkurinn er hluti af samfélagssjóðnum Hjálparhella BM Vallár sem styður við margvísleg samfélagsverkefni á ári hverju, en hlutfall af heildarveltu fyrirtækisins fer í samfélagssjóðinn. [caption id="attachment_28911" align="alignnone" width="682"]Kópavogsbúið er elsta steinhúss Kópavogs Pétur Eysteinsson og Hafsteinn Guðmundsson handsöluðu styrktarsamninginn.[/caption] Kópavogsbúið er elsta steinhús bæjarins og eitt fárra steinhlaðinna húsa sem enn standa utan Reykjavíkur. Húsið á sér langa og merka sögu sem nær aftur til byrjun síðustu aldar og mun núna fá nýtt hlutverk. Þar verða útbúnar tvær íbúðir sem verða leigðar út á sanngjörnu verði til aðstandenda langveikra barna í Rjóðrinu sem og aðstandendum sjúklinga á líknardeild og öðrum deildum Landspítalans. Frá kúabúi til hressingarhælis Kópavogsbúið stendur neðst við Kópavogstún og á staðurinn sér langa sögu. Húsið var reist af Erlendi Zakaríassyni, steinsmið, í byrjun síðustu aldar, eða frá 1902 til 1904, og er hlaðið úr höggnu grágrýti og steinlímt. Þar bjó Erlendur með fjölskyldu sinni og sinnti kúabúskap ásamt því að vera með kindur og hesta. Kvenfélagið Hringurinn starfrækti hressingarhæli á Kópavogsjörðinni árið 1924 byggði við það fjós, hlöðu, hænsnahús og geymslu. Síðustu ábúendur bjuggu í Kópavogsbúinu til ársins 1983, en húsið var friðað árið 2012. Sjá nánar sögu hússins. Samhent framtak gerir gæfumuninn Áætlaður kostnaður við verkið er um 53 milljónir króna og að framkvæmdir taki tvö og hálft ár, en vinna við endurbæturnar hófust 2021. Lionsklúbburinn hefur veg og vanda að fjármögnun verksins en félagar í klúbbnum munu að mestu leyti sjá um iðnaðarvinnuna. Kópavogsbær, fyrirtæki og einstaklingar leggja framtakinu lið og er BM Vallá þar á meðal. [caption id="attachment_28912" align="alignnone" width="684"]Kópavogsbúið er elsta steinhús Kópavogs. Kópavogsbúið er elsta steinhús Kópavogs.[/caption]

Dagsetning
12.12.2022
Deila