Þegar velja skal hellur er gott að hafa í huga:

Að hellur eru álagsflokkaðar til að auðvelda þér að velja rétta steininn fyrir þitt umhverfi.

Álagsflokkur I
Gangstígar og önnur umferð gangandi vegfarenda. • Allar hellur 5 og 6 cm þykkar. Allar steinflísar.

Álagsflokkur II
Innkeyrslur, bílastæði og hliðstætt álag. • Steinlögð svæði þar sem gera þarf ráð fyrir tilfallandi umferð þungra farartækja, s.s. vörubíla. • Allir steinar 6 cm þykkir.

Álagsflokkur III
Götur og hraðahindranir. Mjög lítil og létt umferð. • Mikið þrýstiálag. Álagssvæði s.s. hafnarbakkar og flugvellir. • 8 cm þykkir steinar. *Jötunsteinn 10 cm þykkur

Álagsflokkur IV
Götur. Meðalþung og þung umferð. • Hraðahindranir í götum með meðalþunga og þunga umferð. • Óðalsgötusteinn. Sérframleiddir og merktir. • Jötunsteinar 8 og 10 cm þykkir.

ATHUGIÐ
Öll verð á heimasíðunni eru listaverð, litaðar vörur eru 20-30% dýrari. Endilega hafðu samband við sölumann og við gefum þér tilboð. sala@bmvalla.is – 412 5050

Þjónusta