AÐ PANTA STEYPU

BM Vallá rekur steypustöðvar í Reykjavík, Akranesi og Reyðarfirði. Steypan er pöntuð með því að hringja inn í viðkomandi símanúmer.

Reykjavík: 412-5100
Akranes: 412-5400
Reyðarfjörður: 412-5203

Ráðlegast er að panta steypuna með góðum fyrirvara því oft er mikið annríki í steypustöðvunum.
Steypan er afhent á steypustað í steypubílum en einnig er hægt að ná í steypu t.d. í plastkör ef um minna steypumagn er að ræða. Þá fer afgreiðslan í Reykjavík fram í gegnum söludeild á Breiðhöfða.

Hægt er að panta steypu:
Mán til fös kl.07:30-16:00

Afhendingartimi:
Mán til fim kl.07:30-18:00 · Fös kl.07:30-17:00

Afhending á „smá slatta“:
Mán til fös á milli 9:00-12:00 og 13:00-17:00

AFGREIÐSLA „SMÁ SLATTA“ AF STEYPU ER NÚ Á BREIÐHÖFÐA!

AFGREIÐSLA „SMÁ SLATTA“ AF STEYPU ER NÚ Á BREIÐHÖFÐA

Fyrir þá sem vilja fá afhenta og sækja steypu í litlu magni við stöð okkar hér í Reykjavík verða „smá slattar“ afgreiddir framvegis í körum á Breiðhöfða 3.

Afhending fer fram tvisvar á dag, 9:00-12:00 og 13:00-17:00, alla virka daga. *
Ef óskað er eftir annari steypu en C-25 þarf að panta með fyrirvara!

AÐ PANTA STEYPU

BM Vallá rekur steypustöðvar í Reykjavík, Akranesi og Reyðarfirði. Steypan er pöntuð með því að hringja inn í viðkomandi símanúmer.

Reykjavík: 412-5100
Akranes: 412-5400
Reyðarfjörður: 412-5203

Ráðlegast er að panta steypuna með góðum fyrirvara því oft er mikið annríki í steypustöðvunum.
Steypan er afhent á steypustað í steypubílum en einnig er hægt að ná í steypu t.d. í plastkör ef um minna steypumagn er að ræða. Þá fer afgreiðslan í Reykjavík fram í gegnum söludeild á Breiðhöfða.

Hægt er að panta steypu:
Mán til fös kl.07:30-16:00

Afhendingartimi:
Mán til fim kl.07:30-18:00 · Fös kl.07:30-17:00

Afhending á „smá slatta“:
Mán til fös á milli 9:00-12:00 og 13:00-16:00

AÐ VELJA STEYPU

Staðlaðar steypugerðir eru framleiddar í samræmi við Evrópustaðal um steinsteypu ÍST EN 206:2013+A1:2016 og byggingarreglugerð. Þegar valinn er steypuflokkur og við gerð tæknilýsinga fyrir steypuna þarf m.a. að taka tillit til:

• Veðrunarálags
, þ.e. í hvaða umhverfi steypan verður, inni, úti í saltumhverfi osfrv.
• Styrkleikaflokks, C8 að C100
• Kornastærðar, frá 8 að 25 mm. Bestu gæði nást að jafnaði með stærri kornastærð en þykkt steypuhluta ofl hefur áhrif á að slíkt er ekki alltaf unnt.
• Sementsgerða, t.d. venjulegt portland sement eða hraðsement.
• Fjaðurstuðuls
• Sérsteypur. Meta þarf hvort sé þörf á séreiginleikum utan hefðbundinnar samsetningar.

Steypan skal skilgreind með tilvísun í ÍST EN 206 t.d. C25, XF2, Dmax25 fyrir steypu með kennistyrk 25 MPa, sem verður í veðrunarflokki XF2 og með hámarks steinastærð 25 mm. Oft er þó steypan aðeins skilgreind með styrkleikaflokki, algengasti steypuflokkurinn er C25.

Ávallt skal hafa í huga við val á steypu að velja steypugerð sem uppfyllir allar kröfur og endist en jafnframt horfa til umhverfissjónarmiða og gera ekki óþarfar kröfur.

ERTU AÐ KAUPA STEYPU Í FYRSTA SKIPTIÐ?

Ef þú ert að kaupa steypu hjá BM Vallá í fyrsta sinn getur þú annað hvort staðgreitt steypuna fyrir eða við afhendingu. Þegar um meira magn er að ræða er haft samband við söludeild okkar og gengið frá kaupunum. Sími söludeildar er 4125050

Áður en steypa er afhent þarf að ganga frá:

– Steypugerð

– Steypumang sem þarf í rúmmetrum
Hver steypubíll tekur 8 m3

– Hvernig er losað?
Dæla, bein losun, krani eða t.d hjólbörur

– Veður
Í flóknari verkefnum er ráðlagt að halda startfund með öllum sem koma að verkefninu m.a. steypuframleiðandanum til að undirbúa framkvæmdina.

Alltaf skal athuga afhendingarseðil áður en steypan er losuð til að fullvissa um að rétt steypugerð og magn hafi verið afhent.