Grænni byggð er vettvangur um sjálfbæra þróun byggðar.
Grænni byggð (áður Vistbyggðaráð) eru félagssamtök sem rekin eru án hagnaðarmarkmiðs og starfa sem partur af alþjóðlega tengslanetinu World Green Building Council sem 70 ríki víðsvegar um heim eru partur af.
Tölur sýna að rekja megi um helming allrar auðlindanýtingar og allt að 30-40% orkunotkunar og 19% útblásturs til byggingariðnaðarins, sem gerir hann að þeim iðnaði sem losar mest af gróðurhúsalofttegundum á heimsvísu. Nýleg skýrsla sýnir að rekja megi um 15% losunar til byggingariðnaðarins í Noregi, þrátt fyrir að þau séu í sömu stöðu og Ísland, að nota endurnýjanlega orku til reksturs bygginga.
Hlutverk okkar er að breyta hinu byggða umhverfi til vistvænni hátta þannig að Ísland standi við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum.
Innan Grænni Byggðar eru 56 aðildarfélög um allt land og er stjórn Grænni byggðar skipuð af fulltrúum frá aðildarfélögum þess.