Beint í efni

FJÖLBÝLISHÚS


Stærð er engin fyrirstaða

Að byggja stærðarinnar fjölbýlishús á mörgum hæðum er engin fyrirstaða þegar kemur að Smellinn húseiningum. Við hjá BM Vallá höfum mikla reynslu af því að byggja bæði stór og smá fjölbýli með samstarfsaðilum okkar. Tæknileg framleiðslugeta og útfærsla fjölbýlishúsa er nánast engum takmörkum háð og hafa hönnuðir, verkfræðingar og arkitektar mikið frelsi við hönnun og útfærslu hússins.

Gæðavottuð framleiðsla

Einingahúsin eru steypt við kjöraðstæður innandyra og ekki þarf að taka jafn mikið tillit til veðurfars líkt og þekkist í staðsteyptum húsum. Miklar gæðakröfur og eftirlit er haft með allri framleiðslunni, enda er starfsemin gæðavottuð skv. ISO 9001 og einingarnar CE vottaðar.

Fjölbýlishús sem eru steypt úr húseiningum eru afar fljótleg í uppsetningu.

Myndagallerí

Hér má sjá nokkur fjölbýlishús sem hafa verið byggð með Smellinn húseiningum, allt frá tveimur hæðum upp í fimm hæðir. Líkt og sjá má er hægt að fara margar leiðir í hönnun og ásýnd húsanna. Möguleikarnir eru nær endalausir.

Viðhaldslítil völun og munstursteypa

Forsteyptu einingarnar frá BM Vallá eru þekktar fyrir mikið úrval viðhaldslítillar völunar (7 cm þykk veðurkápa) á ytra byrði hússins sem fæst í nokkrum litum. Einnig er hægt að steypa einingar með munsturáferð í margskonar gerðum og áferðum. Framleiðandi munsturdúks er framleiðandinn Noe og þar má sjá vöruframboðið.

Húseiningarnar henta líka fyrir húsgerðir sem á að klæða með áli eða stálklæðningum, timbri, flísum eða öðru efni.

Hver eru næstu skref?

Við höfum tekið saman algengar spurningar og svör við ýmsu er tengist ferlinu að byggja einingahús með Smellinn húseiningum.

Næst í ferlinu er að kalla eftir tilboði í framleiðslu einingahússins með því að senda okkur teikningar. Þá fyrst getur vinnan hafist við verkefnið. Þér er einnig velkomið að heyra beint í söludeildinni okkar í síma 412 5050 ef þú vilt fá nánari upplýsingar.