HAGKVÆM LEIÐ TIL ÞESS AÐ EIGNAST DRAUMAHÚSIÐ

Bygging einbýlishúss er oft stærsta og áhættusamasta framkvæmd sem einstaklingar fara í og er því áríðandi að vandað sé til verka frá upphafi. Smellinn einingar er góður kostur til að íhuga sem val sem byggingaraðferð. Starfsmenn okkar eru ávallt reiðbúnir til að aðstoða ykkur og gefa ráðgjöf um það á hvaða hátt forsteyptar einingar geta nýst ykkur við ykkar hús.

ENDALAUSIR MÖGULEIKAR

Við framleiðum jafnt stór hús sem smá og leggjum metnað okkar í að koma til móts við hugmyndir og þarfir sem flestra. Það hefur komið arkitektum á óvart hversu fjölbreytt framleiðsla okkar er og hvers við erum megnug. Framleiðsla okkar er ekki stöðluð í útliti, arkitektar hafa fullt frelsi í hönnun bygginga og geta haft þarfir íbúanna að leiðarljósi. Þó geta alltaf komið upp einhverjar takmarkanir.

Smellinn hús eru afar fljótleg í uppsetningu, þú getur hannað þau eftir þínu höfði, hvergi er slakað á í gæðakröfum og þau eru nær viðhaldsfrí!

MINNA VIÐHALD

Smellinn er þekkt fyrir mikið úrval viðhaldsfrírra, steinaðra klæðninga. En stundum viljum við hafa hlutina öðruvísi og Smellinn húseiningar henta fyrir allar gerðir húsa sem ætlunin er að klæða með áli, timbri, flísum eða öðrum efnum.

OKKAR SÉRFRÆÐINGAR AÐSTOÐA ÞIG

Ef óskað er eftir tilboði í framleiðslu einingahúsa er hægt að senda teikningar á sala@bmvalla.is.

Allar nánari upplýsingar er hægt að fá hjá söludeild okkar í síma 412 5050.