Á að skipuleggja nýjan garð eða betrumbæta umhverfið í kringum húsið eða bústaðinn? BM Vallá býður upp á landslagsráðgjöf fyrir framkvæmdir í sumar og veitir góð ráð við útfærslu hugmynda fyrir viðskiptavini.
Lilja Kristín Ólafsdóttir, landslagsarkitekt, veitir góð ráð við útfærslu hugmynda um framkvæmdir við garðinn, planið og lóðina við heimilið. Ráðgjöfin tekur eingöngu mið af útfærslu á vörulínu BM Vallá og er ætlað að auðvelda fólki þegar skipuleggja þarf nýtt svæði eða betrumbæta lóðir. Útgangspunktur landslagsráðgjafarinnar tekur því mið af því hvernig hægt er að fegra og snyrta nærumhverfið og garðinn með hellum, steinum, þrepum og vörum frá BM Vallá.
Þú getur bókað tíma í landslagsráðgjöf á vefsíðunni okkar og fundið tíma við hæfi.
Lesa nánar um landslagsráðgjöfVið mælum með bæklingnum og vefverslun sem er tilvalinn innblástur fyrir góðar hugmyndir fyrir garðinn þinn og lóðina.