Grunngerð steypunnar er til notkunar utandyra þar sem salt kemur nálægt steypunni og hentar sérstaklega vel fyrir hafnarmannvirki, brýr, plötur í bílageymsluhæðum og efstu hæðir í mannvirkjum.
Steypan frá BM Vallá er sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður og rík áhersla er lögð á að minnka kolefnisspor steypunnar. Öll framleiðsla lýtur ítrustu gæðastöðlum enda er BM Vallá með ISO 9001 gæðavottun – og eini íslenski steypuframleiðandinn með slíka vottun. Þegar steypa er valin í mannvirki þarf að horfa til mismunandi eiginleika steypunnar, staðsetningar byggingarhluta og niðurlögn hennar.
Ráðgjafar BM Vallá búa yfir mikilli reynslu og þekkingu er tengjast steypuframkvæmdum og ávallt hægt að leita til þeirra varðandi góð ráð.
Hafðu samband