Gegndræpar hellur eru með meira millibil á milli hellueininga (fúgubreidd). Fúgur eru þannig útfærðar frá yfirborði niður að undirlagi þannig að vatn eigi greiða leið af yfirborði hellna niður í gegndræpan ílagnarsand í gegnum fúgubilin. Hliðarstuðningur milli hellueininga er útfærður með innbyggðum nibbum á hellueiningum. Hliðarstuðningur milli hellna skal vera fullkomlega falinn með fúgusandi þannig að útlit gangstéttar sé samkvæmt hönnunarkröfum.