Vörunúmer: 21-001

Landslagsráðgjöf


Landslagsarkitektar B. M. Vallá gefa góð ráð við útfærslu hugmynda, hvort sem skipuleggja þarf nýja lóð eða gamla.

stk

Vörunúmer: 21-001 Flokkar: , Merkimiðar: ,
Bóka þarf tíma hjá söludeild BM Vallá í síma 412 5050
Ráðgjöfin stendur í eina klukkustund og er veitt í lystihúsinu í hjarta Fornalundar.
Þar mótið þið og landslagsarkitekt helstu útfærslur og hugmyndir að garðinum saman.
Nokkrum dögum síðar færð þú afhenta tölvugerða vinnuteikningu sem hægt er að framkvæma eftir, þar sem hugmyndirnar eru útfærðar með efnislista, magntölum og verðtilboði í efni frá BM Vallá.
Athugaðu að ráðgjöfin snýst eingöngu um útfærslur á vörum BM Vallá. Teikningin er eign BM Vallá þar til verki er lokið.

Til þess að ráðgjöfin nýtist þér sem best er nauðsynlegt að þú undirbúir þig vel.

Kynntu þér vel bækling BM Vallá og mótaðu þér skoðun á því hvaða efni frá BM Vallá þér finnst helst koma til greina í garðinum þínum.
Skoðaðu lausnir fyrir garðinn í Fornalundi í fylgd með sölumanni BM Vallá.

Eftirfarandi gögn er nauðsynlegt að þú takir saman og komir með í ráðgjöfina:
• Útprentuð grunnmynd af húsi og lóð í kvarðanum 1:100 (ath. að prenta á rétta blaðstærð).
• Ljósmyndir, á síma eða pad, teknar af lóðinni, til og frá húsi (því fleiri því betra).
Einnig er gott að hafa
• Útprentaðar útlitsteikningar af húsinu í kvarðanum 1:100.
• Útprentuð afstöðumynd í kvarðanum 1:500.
Teikningar má nálgast hjá þínu sveitarfélagi.

Hverjir geta nýtt sér landslagsþjónustuna?
Landslagsráðgjöf BM Vallá er hugsuð fyrir alla þá er ætla að taka til hendinni við lóðaframkvæmdir.

Eigendur einbýlis-, rað- og parhúsa.
Húsfélög í fjölbýlishúsum.
Fyrirtæki og stofnanir sem vilja hressa upp á ímyndina.
Byggingaverktaka sem vilja skila vönduðum lóðafrágangi.

Þjónusta fyrir hönnuði
Við aðstoðum hönnuði ef óskað er við útfærslur steinlagna og teiknum upp mynstur og sérlausnir.