Magnum hleðslusteinn er hleðslueiningakerfi sem raðast saman á snjallan og einfaldan hátt. Steinarnir eru holir að innan, sem sparar mikla steypu í framleiðslu, án þess að það komi niður á stöðugleika eða endingu, en minni steypa minnkar um leið kolefnissporið.
Magnum hleðslusteina þarf að hlaða með vélarafli, þeir henta mjög vel í stoðveggi og „grjótgarða“ og þá má auðveldlega hlaða hátt með akkerisstyrkingu. Gróf og stórgerð áferðin minnir á náttúrulegan klettavegg.
Stærð:
10,2×30,5 | dýpt 22,9 cm
Magnum endasteinn fæst einnig í stærð:
121,9×61 cm | dýpt 20,3 cm