Herragarðssteinn hefur klassíska áferð og fjölmarga mynstur- og litamöguleika. Hann gefur umhverfinu virðuleika með mjög hlýlegum blæ.
Herragarðssteinn er án fösunar og því með skarpa kanta. Hægt er að fá hann „tromlaðan“ en þá eru brúnirnar núnar og brotnar sem gefur annað útlit.
Slitsterkur Herragarðssteinn er ætlaður fyrir þunga umferð og ýmis álagssvæði.
Framleiddur í nokkrum stærðum sem hægt er að blanda saman.
Stærð:
30×10 cm | þykkt 8 cm
Álagsflokkur IV
Slitsterkur Herragarðssteinn fæst einnig í stærðum:
10×10 cm | þykkt 8 cm
20×10 cm | þykkt 8 cm